Að vera spegill


Að vera spegill

Að horfa í spegill og að HORFA í spegill er algjörlega sitthvor hluturinn. Við horfum daglega í spegill. Hvert og eitt einasta okkar. Þegar við horfum í spegill þá erum við samt að horfa á eitthvað allt annað en okkur sjálf, okkar raunverulega sjálft.

Nú vil ég að þú staldrið aðeins við og veltir þessu fyrir þér. Þegar þú notaðir spegill síðast, hvers vegna notaðir þú hann?  

Ég ætla að leyfa mér að giska að í morgun notaðir þú hann líklega til að athuga hvort það væri í lagi með hárið, með fötin og sennilega notaðir þú hann einnig til að mála þig, setja á þig maskarann og varalitinn. 

Kannski tókstu eftir nýrri hrukku eða bólu sem mun pirra þig í allan dag (eða hefur pirrað þig). 

Í mörg ár hef ég haldið símsvörunarnámskeiðið Með bros á vör þar sem ég fer yfir fjölmörg atriði sem skipta máli í góðri og jákvæðri símsvörun. Eitt af þeim atriðum sem ég fer yfir er að nota spegill.

Reyndar átti ég það til þegar ég var yfirmaður í símaveri að nota spegill til að hressa illa upplagða starfsmenn við. Eina sem ég þurfti að gera var að tryggja að starfsmaðurinn horfði framan í spegilinn þegar hann var að tala í símann við viðskiptavin. Það leið ekki á löngu, stundum ótrúlega fljótt, að starfsmaðurinn var farinn að brosa og hljóma vel. 

Hvers vegna?  Vegna þess að hann var að horfa á manneskju, sjálfan sig. Samtalið varð persónulegra í gegnum síma með þessu eina litla atriði, þessu eina litla atriði. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í þjónustustörfum þar sem það sinnir beiðnum viðskiptavina án þess að vita hvernig viðskiptavinurinn lítur út, sinnir starfinu sínu  verr en sá sem fær mynd af viðskiptavininum með beiðninni. 

Prófum að snúa þessu við og veltum fyrir okkur hvernig við lítum út í augum viðskiptavinarins. Hvers konar viðskiptavini mætum við? Dags daglega og yfirleitt. Hvaða viðskiptavini vilt þú laða að þér? Hvers konar viðskiptavini vilt þú þjónusta?

Það er sannarlega gott að geta speglað sjálfan sig þegar þú ert að tala við viðskiptavin. Það er líka frábært að horfa á viðskiptavininn þegar maður er að tala við hann. 

Best er þó að vera spegill fyrir viðskiptavininn. Þegar þú gerir það þá laðar þú að þér þá viðskiptavini sem þú vilt helst fá. Slíkur viðskiptavinur sér í þér það sem hann vill öðlast, fá og kaupa. 

Til þess að vera rétta spegilmyndin þarftu að þekkja viðskiptavininn þinn vel, mjög vel. 

Ég er að hugsa um að búa til þriggja tíma vinnustofu þar sem við búum saman til spegilmyndina þína, skerpum á hver þinn viðskiptavinur er. Vinnustofan er í beinni á netinu og myndi kosta 6.900 kr. 

Sendu mér skilaboð í gegnum Facebook eða á netfangið ingibjorg@ingibjorgreynis.is ef þú hefur áhuga á slíkri vinnustofu

Í mörg ð

.