MARKÞJÁLFUN

er verkfæri til að hjálpa fólki

Sérstaklega við krefjandi aðstæður, að ná árangri, meiri vellíðan og betri frammistöðu við leik og störf.

Markþjálfun skapar persónulegan vöxt, sem kallar fram sjálfsprottna hvatningu, eykur eigin getu til að breyta, og auðveldar breytingaferlið í gegnum framtíðarsýn, markmiðasetningu og virka ábyrgðartilfinningu, sem leiðir til sjálfbærra breytingu til góðs.

Sá sem þiggur markþjálfun þarf að hafa opinn hug til að taka á móti áskorunum sem munu birtast í markþjálfunarsamtölum

Leyfa þeim að koma til sín svo hægt sé að rannsaka þær betur og geta tekið ákvörðun um næstu skref og láta stórkostlegar breytingar verða til sem geta umbylt lífinu til hins betra.

Ég veit að hugsanir eru til allt fyrst og hef upplifað það mörgum sinnum að sjá manneskju opna á áskoranir með því einu að tala um þær. Takast svo á við þær af yfirvegun og vaxa gríðarlega í kjölfarið. Styrkleikarnir fá að ráða för sem og gleðin og sjálfstraustið.

Ég er Ingbjörg Reynis

Ég er markþjálfi, viðskiptafræðingur, leiðtogi og með diplómu í jákvæðri sálfræðri. Ég skapa mín eigin tækifæri og tek nýja stefnu, full af hugrekki og sjálfsöryggi. Ég hjálpa öðrum að gera það sama.

Ég hef undanfarin 25 ár starfað sem yfirmaður, bæði í eigin rekstri og hjá öðrum. Oftar en ekki við að hvetja fólki til að ná betri árangri og vera besta útgáfa af sjálfum sér í starfi.

Ég tók snemma eftir því að fólk sem ég stýrði þakkaði mér fyrir hvatningu og ráð sem ég gaf þeim og hvað það hafði kennt þeim mikið. Oftar en ekki hafði það skapað breytingar sem það þráði, í eigin lífi, og hjálpaði þeim að taka fyrsta skrefið í átt að láta sína drauma rætast.


Nú býð ég einstaklingum upp á netnámskeið, einkaþjálfun í markmiðasetningu og hugarfarsbreytingu í eigin lífi og starfi..

Markmiðið er ávallt það sama. Að eiga meira vellíðan og láta það sem skiptir mann mestu máli skapa daglega jákvæða orku og skýra stefnu

Sóltún, 5, Borgarnes
Iceland

.