Ég trúi því að allt byrji í huganum

Í mínum eigin heimi eins og ég kalla hugann minn stundum. 

Ég trúi því að maður eigi að hleypa út því góða
sem er í huganum svo það verði raunverulegt.
Það er ekki flóknari en það!

Með því að tala um það sem býr í huganum, verður eitthvað stórkostlega jákvætt til. Eitthvað sem mun gera lífið betra og hamingjusamara. Skapar árangur og vellíðan. Ég trúi að deila hugsunum með öðrum, sérstaklega þeim sem þjálfa huga manns, gefi manni nýjar hugmyndir, hvatningu og von. Orð geta breytt hugsun í framkvæmd og framkvæmd getur breytt draum í raunveruleika. Raunveruleikin býr til árangur og vellíðan.

Þetta hef ég sjálf upplifað. Það er þess vegna sem ég ákvað að gerast markþjálfi og nota mína kunnáttu og reynslu til að vera bæði fyrirmynd og hvatning.

Ef ég get það þá getur þú það líka!

Ég er Ingbjörg Reynis

Ég er markþjálfi, viðskiptafræðingur, leiðtogi og með diplómu í jákvæðri sálfræðri. Ég skapa mín eigin tækifæri og tek nýja stefnu, full af hugrekki og sjálfsöryggi. Ég hjálpa öðrum að gera það sama.

Ég hef undanfarin 25 ár starfað sem yfirmaður, bæði í eigin rekstri og hjá öðrum. Oftar en ekki við að hvetja fólki til að ná betri árangri og vera besta útgáfa af sjálfum sér í starfi.

Ég tók snemma eftir því að fólk sem ég stýrði þakkaði mér fyrir hvatningu og ráð sem ég gaf þeim og hvað það hafði kennt þeim mikið. Oftar en ekki hafði það skapað breytingar sem það þráði, í eigin lífi, og hjálpaði þeim að taka fyrsta skrefið í átt að láta sína drauma rætast.


Nú býð ég einstaklingum upp á netnámskeið, einkaþjálfun í markmiðasetningu og hugarfarsbreytingu í eigin lífi og starfi..

Markmiðið er ávallt það sama. Að eiga meira vellíðan og láta það sem skiptir mann mestu máli skapa daglega jákvæða orku og skýra stefnu sem skapar árangur.

Mín mottó

Vera betri í dag en í gær!

I´ll try anything once - twice if I like it!

Sóltún, 5, Borgarnes
Iceland

.